Mandinga er félagsskapur tileinkaður kennslu og útbreiðslu Capoeira íþróttarinnar og hefðbundinni brasilískri menningu út um allan heim. Mandinga skólinn var stofnaður árið 1984 af Capoeira meistaranum Marcelo Pereira (betur þekktur í heimi Capoiera sem: "Mestre Marcelo Caveirinha") í Oakland, Kaliforníu, og er þar enn.
Markmið okkar er að auka þekkingu á Capoeira sem bardagalistar sem hentar öllum. Einnig er ætlunin að stuðla að samtali ólíkra menningarheima þar sem samfélag þátttakenda kemur að starfseminni með opnum hug og vinsamlegu viðhorfi. Til viðbótar við það að efla hæfileika iðkenda í ákveðnum bardagaæfingum og skyldum listgreinum þá læra Capoeiristar líka um sögulegt og félaglsegt samhengi brasilískrar menningar og tilveru en Capoeira er óaðskiljanlegur hluti þess raunveruleika. Capoeira Mandinga á Íslandi reynir í hvívetna að viðhalda stuðla að gæðum í nálgun sinni á íþóttina og skipuleggjendur skólans reyna þess vegna að rannsaka og greina sögu og þróun Capoeira, hinum fjölmörgu og fjölbreyttu útgáfum eða stílformum á mismunandi Capoeira þáttum og skólum. Sú vinna eykur þýðingu listformsins og aðlögun nemendanna að íþróttinni. Við hvetjum nemendur til að stunda sínar eigin rannsóknir, koma með sínar eigin hugmyndir og þróa sinn eigin einstaka Capoeira stíl. Á æfingum okkar er kennd tónlist, dans, hreyfiæfingar sem miða að líkamsstyrkingu ásamt öðrum hæfileikum. Capoeira Mandinga á Íslandi tók til starfa haustið 2014 og er því tiltölulega ungur félagsskapur. Við ætlum okkur að breiða út boðskap Capoeira á Íslandi sem og ýmis sérkenni brasilískrar menningar, eins og t.d. tónlist, dans og Capoeira. Við bjóðum upp á skemmtilega og skipulega nálgun á líkamlegar æfingar þar sem stuðlað er að bættu þoli og styrk. Æfingarnar bæta líkamlega tjáningu, sprengikraft og aðra líkamlega eiginleika. Þegar þátttakendur eru komnir á ákveðið stig er jafnvel farið út í loftfimleika og sérstakar jafnvægisæfingar á gólfi. Á öllum stundum læra nemendur að sameina fallegt flæði og takt. |
Mandinga á heimsvísu |