ÆFINGAR
Börn 3-6 ára15 vikna önn
Sunnudagar kl. 11:30 - 12:20 |
Börn 7-13 ára15-20 vikna önn
2x viku |
Unglingar og fullorðnirAllt að 5x viku
Æfingar fyrir byrjendur, opnir tímar, þrek æfingar og tónlist |
SKRÁNING
BARNASTARF |
|
Námskeið fyrir börn 3-6 ára 18.000 kr.
|
UNGLINGAR OG FULLORÐNIR |
|
Stakur tími 2.500 kr
|
UM CAPOEIRA
Capoeira er meira en bardagaíþrótt – hún er dans, leikur, tónlist, söguleg andspyrna og menningarleg sjálfstjáning í einni og sömu hreyfingu. Þessi afrísk-brasilíska listform sameinar tækni og tjáningu með ótrúlegri líkamlegri færni og taktvissum hreyfingum sem heilla bæði þátttakendur og áhorfendur.
Uppruna capoeira má rekja aftur til 16. aldar, þegar afrískir þrælar í Brasilíu sköpuðu hana sem leið til líkamlegrar þjálfunar og andlegs styrks. Þeir byggðu á menningu sinni og hefðum til að þróa kerfi sem varð með tímanum tákn mótstöðu gegn kúgun og óréttlæti. Capoeira hefur farið langt út fyrir strendur Brasilíu. Frá götum í Salvador til Evrópu, Afríku, Asíu og víðar, er hún stunduð í hundruðum borga um allan heim. Capoeira er viðurkennd af UNESCO sem óáþreifanleg menningararfleifð mannkyns – lifandi hefð sem þróast stöðugt, dafnar um allan heim og nærir þörf einstaklingsins fyrir tengsl við sjálfan sig og, enn mikilvægara, við sitt samfélag. Lesa Meira |
|
UM CAPOEIRA FÉLAG ÍSLANDS
Capoeira Félag Íslands (CFÍ) hefur kennt og kynnt capoeira hér á landi frá árinu 2014. Við bjóðum upp á námskeið fyrir bæði börn og fullorðna – jafnvel fyrir þau allra yngstu, frá þriggja ára aldri. CFÍ er samfélag þar sem við leggjum áherslu á að skapa opið og aðgengilegt námsumhverfi. Þar fá iðkendur ekki aðeins tækifæri til að þroskast líkamlega, andlega og tilfinningalega í gegnum iðkun capoeira, heldur einnig að taka virkan þátt í að móta og efla samfélagið með okkur.
Við vinnum með mismunandi stíla innan capoeira. Markmiðið okkar er hins vegar að efla djúpa þekkingu sögu og vegferðar capoeira, og líka að veita iðkendum okkar hæfni til að aðlagast öllum capoeira-umhverfum. Í kennslunni nýtum við bæði arfleifð eldri meistara sem mótuðu sögu capoeira, sem og innsýn og aðferðir nútímakennara úr ólíkum áttum.
CFÍ er hluti af alþjóðlegu samstarfi innan Maloca samfélag og vinnur náið með capoeiraskólum víðsvegar um heiminn.
Við vinnum með mismunandi stíla innan capoeira. Markmiðið okkar er hins vegar að efla djúpa þekkingu sögu og vegferðar capoeira, og líka að veita iðkendum okkar hæfni til að aðlagast öllum capoeira-umhverfum. Í kennslunni nýtum við bæði arfleifð eldri meistara sem mótuðu sögu capoeira, sem og innsýn og aðferðir nútímakennara úr ólíkum áttum.
CFÍ er hluti af alþjóðlegu samstarfi innan Maloca samfélag og vinnur náið með capoeiraskólum víðsvegar um heiminn.
FYRIRSPURNIR |
STAÐSETNINGAR |