|
|
CAPOEIRA Á HEIMSSKRÁ UNESCO YFIR MENNINGARAFLEIÐ
Capoeira er aldagömul brasilísk bardagalist sem er allt í senn sjálfsvarnaríþrótt, dans og tónlist. Iðkendur æfa jafnvægishreyfingar á fótum jafnt sem höndum, fara í snúningspörk og loftfimleika. Æfingum lýkur oft á því að þátttakendur mynda hring þar sem tveir fara inn í einu og snúast hvor í kringum annan í fimlegum og taktföstum hreyfingum. Lesa Meira