Kæru foreldrar,
Takk fyrir að skrá barnið þitt í Capoeira. Við hlökkum til að hittast og skemmta okkur saman í námskeiðinu. Hér á eftir eru upplýsingar um námskeiðið sem gott er að fara yfir vandlega.
Barnatímar:
Fyrsti tíminn námskeiðssins verður 7. september 2018. Börnin mæta einu sinni í viku á föstudögum klukkan 16:30 til 17:15. Tímarnir eru einnig opnir foreldrum sem vilja æfa með börnunum sínum. Markmiðið okkar er að kenna börnum að hreyfa sig á sérstaklegan hátt, kynnast sínum líkama betur, læra að fylgjast til hljóðum og tónlist. Aðallega viljum við að börnin njóti tímans í góðri, gleðilegri stemningu. Við hvetjum foreldra til að vera með og hvetja börnin að taka þátt í öllu.
Klæðnaður og annar búnaður:
Það er til búningur fyrir Capoeira Mandinga sem oft er notaður en krakkar og aðrir iðkendur þurfa ekki að nota hann á venjulegum æfingum. Allir krakkar ættu þó að vera í þægilegum íþróttaklæðnaði sem hægt er að teygja sig í, hoppa, lyfta löppunum o.s.frv. Kjólar eru óheppilegur klæðnaður. Hægt er að stunda Capoeira berfætt(ur) en ef krökkum þykir það óþægilegt þá er hægt að nota mjúka strigaskó einföldustu gerðar. Þá skó má ekki nota úti.
Börnin mega ekki taka með sér leikföng í tíma. Það er mikilvægt að foreldrar hjálpi okkur að framfylgja þeirri reglu þar sem þau draga athygli frá kennslunni. Börnin ættu að hafa vatnsflösku með sér á æfingar.
Staðsetning:
Við erum á Síðumúla 15, 3h. Vinsamlega reynið að mæta 5-10 mínútum fyrir hverja æfingu.
Hópur á Fésbók:
Við erum með Facebook hóp til að senda út tilkynningar um æfingar, tímabreytingar og fleira. Allir foreldrar eru beðnir um að slást í hópinn á Facebook sem heitir Capoeira fyrir krakka hjá Capoeira Mandinga Íslandi. Vinsamlega smellið á eftirfarandi hlekk til að fara beint inn á síðuna. https://www.facebook.com/groups/1555431384781382/?ref=br_rs
Greiðslur:
Ef þið ætlið að nýta frístundastyrk til að borga námskeiðið, þá verðum við að bæta við iðkendum í rafrænni skráningu. Við sendum ykkur tölvupóst þegar búið er að því.
Ef þið mun ekki nýta frístundastyrk til að borga, vinsamlega millifærið á reikningsnúmer sem kemur fram hér að neðan og gefið „Nafn þátttakanda“ sem skýringu fyrir greiðslu.
Kt. 5002150110, Rn: 0133-26-010986
Ef það eru einhverjar spurningar eða ábeningar, vinamlega hafið samband. Ég hlakka til að hitta ykkur öll bráðlega.
Bestu kveðjur
Beatriz
Capoeira Mandinga á Íslandi
Takk fyrir að skrá barnið þitt í Capoeira. Við hlökkum til að hittast og skemmta okkur saman í námskeiðinu. Hér á eftir eru upplýsingar um námskeiðið sem gott er að fara yfir vandlega.
Barnatímar:
Fyrsti tíminn námskeiðssins verður 7. september 2018. Börnin mæta einu sinni í viku á föstudögum klukkan 16:30 til 17:15. Tímarnir eru einnig opnir foreldrum sem vilja æfa með börnunum sínum. Markmiðið okkar er að kenna börnum að hreyfa sig á sérstaklegan hátt, kynnast sínum líkama betur, læra að fylgjast til hljóðum og tónlist. Aðallega viljum við að börnin njóti tímans í góðri, gleðilegri stemningu. Við hvetjum foreldra til að vera með og hvetja börnin að taka þátt í öllu.
Klæðnaður og annar búnaður:
Það er til búningur fyrir Capoeira Mandinga sem oft er notaður en krakkar og aðrir iðkendur þurfa ekki að nota hann á venjulegum æfingum. Allir krakkar ættu þó að vera í þægilegum íþróttaklæðnaði sem hægt er að teygja sig í, hoppa, lyfta löppunum o.s.frv. Kjólar eru óheppilegur klæðnaður. Hægt er að stunda Capoeira berfætt(ur) en ef krökkum þykir það óþægilegt þá er hægt að nota mjúka strigaskó einföldustu gerðar. Þá skó má ekki nota úti.
Börnin mega ekki taka með sér leikföng í tíma. Það er mikilvægt að foreldrar hjálpi okkur að framfylgja þeirri reglu þar sem þau draga athygli frá kennslunni. Börnin ættu að hafa vatnsflösku með sér á æfingar.
Staðsetning:
Við erum á Síðumúla 15, 3h. Vinsamlega reynið að mæta 5-10 mínútum fyrir hverja æfingu.
Hópur á Fésbók:
Við erum með Facebook hóp til að senda út tilkynningar um æfingar, tímabreytingar og fleira. Allir foreldrar eru beðnir um að slást í hópinn á Facebook sem heitir Capoeira fyrir krakka hjá Capoeira Mandinga Íslandi. Vinsamlega smellið á eftirfarandi hlekk til að fara beint inn á síðuna. https://www.facebook.com/groups/1555431384781382/?ref=br_rs
Greiðslur:
Ef þið ætlið að nýta frístundastyrk til að borga námskeiðið, þá verðum við að bæta við iðkendum í rafrænni skráningu. Við sendum ykkur tölvupóst þegar búið er að því.
Ef þið mun ekki nýta frístundastyrk til að borga, vinsamlega millifærið á reikningsnúmer sem kemur fram hér að neðan og gefið „Nafn þátttakanda“ sem skýringu fyrir greiðslu.
Kt. 5002150110, Rn: 0133-26-010986
Ef það eru einhverjar spurningar eða ábeningar, vinamlega hafið samband. Ég hlakka til að hitta ykkur öll bráðlega.
Bestu kveðjur
Beatriz
Capoeira Mandinga á Íslandi